Pantalla :
Hjón lifðu hamingjusömu lífi saman, þangað til að maðurinn ákvað að kaupa páfagauk sem myndi endurtaka allt sem eigendur hans myndu segja. Það kemur í ljós að þetta gæti verið mjög sniðugt vopn, þar sem...
Sjasenan er á leið sinni að heimsækja bróður sinn, Sjarjar konung, þegar hann kemst að því að kona hans hafi haldið fram hjá honum með matreiðslumanni þeirra. Hann drepur þau bæði, án þess að segja nokkrum...
Maður átti tvo svarta hunda sem voru í raun bræður hans. Þegar hundarnir tveir hafa komið sér í vondar aðstæður kemur maðurinn þeim til bjargar og er þeim til staðar. Dag einn kynnist maðurinn konu sem...
Kansade heldur áfram að vilja koma skilaboðum sínum á framfæri við konunginn í gegnum sögur sínar. Hún segir sögu af konu nokkurri sem eignaðist barn með ræningja, bar það út og lagði við musteri. Konungur...
Árið 1942 var Traudl Junge tuttugu og tveggja ára og átti sér draum um að verða dansari. Þegar henni bauðst starf á skrifstofu Foringjans í Berlín eygði hún möguleika á að komast burt frá tilbreytingarsnauðu...
Í "Vertu góður við mig" hittum við Klás og Lenu aftur, vikuna eftir að þau koma heim úr skólaferðalaginu. Saman reyna þau að átta sig á því hvað það þýðir að vera ástfangin, því það getur bæði falið í...
Lena hefur flutt í burt með fjölskyldu sinni. Klás skrifar bréf til hennar en fær lítið af svörum til baka. Fjarlægðin hefur þau áhrif að hann eignast aðra kærustu, Nínu. Það verður þó fljótt flókið og...
Í síðasta hlutanum af sögunum um Ronin fer Ronin til Meifumadô til að mæta örlögum sínum og bjarga lífi Azami. Í bardaganum við Skuggakonunginn og djöfla hans fræðist Ronin um fortíð sína og fjölskyldu...
RONIN 1 - SVERÐIÐ Lítill strákur vaknar í miðjum skógi. Hann hefur enga hugmynd um hver hann er eða hvernig hann komst þangað. Með hjálp manna og dýra og sverðs sem býr yfir sérstökum krafti kemst þessi...
Sagt er frá fátækum hjónum sem eignast lítinn son. Spáð er fyrir því að sonurinn muni giftast konungsdóttur. Þegar kóngurinn fréttir af spádómnum reiðist hann og skipar að láta stytta drengnum aldur....
Klukkan 02.50 aðfaranótt laugardagsins 1. ágúst 2003 barst lögreglunni tilkynning um að Sonja, sem var tíu ára, væri horfin frá heimili sínu í bænum Mjels. Hún hafði síðast sést um klukkan 10.00 að morgni...
Atburðarásin hófst með „venjulegum" gámabruna um mitt sumarið 2006. Þá gat enginn gert sér í hugarlund að þetta væri upphafið að tíu mánaða langri rannsókn þar sem 16 eldsvoðar voru rannsakaðir. Í...
Í eftirlitsmyndavélinni sáu rannsóknarlögreglumennirnir mennina þrjá koma út úr húsinu. „Sá langi" settist undir stýri, „sá feiti" í farþegasætið við hlið hans og „sá ungi" í aftursætið. Bíllinn var settur...
Málið sem hér um ræðir, fjallar um innflutning á hassi til Íslands frá Danmörku. Höfuðpaurinn í málinu, Ari Andrason, sem er vel þekktur úr fíkniefnaheiminum hér á landi, hefur yfirleitt þann háttinn...
Það skrítnasta í starfi lögreglumanna, er sú staðreynd að sjaldnast er vitað hvaða mál verða stórmál fyrr en rannsókn er vel á veg komin. Þess vegna þarf að sinna öllum málum vel, því aldrei er að vita...
Aldrei fyrr í sænskri afbrotasögu hefur maður bæði viðurkennt og hlotið dóm fyrir að misnota lík kynferðislega. En haustið 2006 gerðist það í Surahammar. Þá var 43 ára starfsmaður í kirkjugarðinum handtekinn,...
Hafmeyjan litla er yngst sex systra sem alast upp hjá föður sínum, hafkónginum, og ömmu sinni á hafsbotni. Systurnar alast upp sem perlur í ostruskeljum undirdjúpanna, en láta sig dreyma um heiminn ofan...
Gamla konu dreymir um að eignast litla dóttur og þegar galdranorn útvegar henni byggkornið, sem úr skríður stúlkan Þumalína, verður hún himinsæl. Þumalína litla er ekki stærri en þumall, og unir hag sínum...
Ungur dáti á leiðinni heim úr stríði mætir gamalli kerlingu. Sú segir honum að geri hann henni lítinn greiða skuli hann eignast alla þá peninga sem hann getur óskað sér. Verkefnið sem honum er falið er...
Jóhannes er hjartahreinn ungur maður sem í upphafi sögunnar situr við dánarbeð föður síns. Eftir lát gamla mannsins ákveður hann að halda út í heiminn, með föðurarf sinn og fátæklegar eigur í veganesti,...
Sagan um það hvernig litli björninn og litla tígrisdýrið leituðu að hamingju heimsins Litla björninn og litla tígrisdýrið dreymir um að finna mestu hamingju heimsins - mikið magn af gulli og gimsteinum....
Fjórir piltar á menntaskólaaldri sem bjuggu á Esbo gerðu sér áætlun til þess að verða ríkir. Þetta mál varð virkilega umsvifamikið og aðeins yfirheirslurnar spanna 262 blaðsíður. 27 einstaklingar voru...
Stórfellt vopnað rán var framið hjá Jyske Bank, Falkoner Alle 72 á Friðriksbergi, mánudaginn 2. júlí 2001, klukkan 14.25. Ránsfengurinn var 103.600 dkr. Á flóttanum skutu ræningjarnir að tveimur lögreglumönnum...
Hér segir frá manni sem dreymdi um að vera höfuðpaur í glæpastarfsemi en komst ekki svo langt, alla vega ekki í fyrstu tilraun. Lögregla rannsakar hér áhugavert mál um glæpamenn með öflugt hugmyndaflug...
Á hlýju föstudagskvöldi þann 27. júní 2003 kallaði hin 12 ára Mia til mömmu sinnar: ,,Ég fer á svifbrautina – kem heimklukkan tíu." En Mia skilaði sér ekki heim klukkan tíu. Klukkustundum síðar var Mia...
Árin 2005 og 2006 eru höfundi minnisstæð enda fékkst hann þá við lögreglu- rannsóknir tveggja mála sem vöktu óhug þrautreyndra lögreglumanna. Hvernig gat hegðun slíks ljúflings orðið sem raun bar vitni...
Silfurskildingur nokkur kemur skínandi fagur í heiminn. Hann er hinn kátasti og hlakkar mjög til þess að fara um víða veröld, enda á það fyrir honum að liggja. Framan af ævinni fer hann glaður manna á...
Fjölskylda nokkur verður fyrir þeim harmi að missa yngsta barnið og einkasoninn. Eldri systur hans tvær og faðir þeirra eru yfirkomin af sorg, en mest líður þó móðirin. Dagana eftir andlát barnsins verður...
Í fjarlægu landi búa tólf systkin, ellefu bræður og ein systir. Börnin eru konungborin og lifa lífi sínu eftir því, þar til þau verða fyrir því óláni að faðir þeirra kvongast á ný. Nýja drottningin er...
Við þorpstjörnina er margskonar menningu að finna. Þar eru endur á sundi, rósir blómstra á runna og gráspörvafjölskylda býr um sig í svöluhreiðri. Allar hafa þessar verur lífsanda í brjóstum sér og upplifa...
Puede que no esté disponible para la venta en tu país, sino sólo para la venta desde una cuenta en Francia.
Si la redirección no se produce automáticamente, haz clic en este enlace.