Pantalla :
Keisari nokkur er óskaplega glysgjarn og sankar að sér fögrum munum og skrautlegum klæðum. Þegar ríki hans heimsækja tveir skraddarar, sem vefa undurfagurt efni þeirri náttúru gætt að vera ósýnilegt augum...
Fallegt lítið grenitré stendur í skógi og á sér þann draum heitastan að verða stærra og fallegra og öðlast æðri tilgang. Fegurð hversdagsins fer framhjá því meðan það hugsar ekki um annað en að stækka....
Laugardaginn 20. desember 2003, um kl. 01.30, varð ung kona fyrir verstu árás sem kona getur orðið fyrir í velferðarsamfélagi okkar, sem kannski er best skipulagða samfélag í heimi. Konan var 29 ára gömul...
Friðurinn á hvítasunnuhátíðinni árið 2005 var rofinn með frétt af óhugnanlegu manndrápi í fjölbýlishúsi í Kópavogi. Eins og stundum áður virtist það hafa verið óþarfi að þetta gerðist og erfitt að skilja...
Hér kemur fyrir sjónir lesenda sjötti árgangur og þar með sjötta bókin með norrænum sakamálum. Í þessari bók eru fimm íslenskar frásagnir sem ég held að séu áhugaverðar og þess virði að gefa sér tíma...
Elísabet Ferber elst upp í höfuðborg Þýskalands en flyst sem ung kona með foreldrum sínum á herragarð þar sem faðir hennar hefur fengið vinnu hjá herragarðseigandanum. Elísabet, sem er gjarnan kölluð...
Tvær átján ára stúlkur fundust látnar á snævi þöktum vegi á Hallandsåsen síðla sunnudagsins 18. janúar 2004 og voru báðar skólausar og fáklæddar. Daginn áður hafði lögreglan fengið tilkynningu um að bíll...
Fangelsi í þrjú ár og í tvö ár og tíu mánuði urðu afleiðingarnar fyrir karlmann og konu frá Balkanlöndunum sem höfðu stundað nútímaþrælahald, verslun með stúlkur í kynferðislegum tilgangi. Dómarnir voru...
Mengun og mengunarvarnir var nokkuð sem Íslendingar höfðu litlar áhyggjur af langt fram eftir síðustu öld. Að lokum áttuðu menn sig þó á nauðsyn þess að vernda umhverfið fyrir hættulegum úrgangi og mengun...
Finnland hefur lengi verið þekkt fyrir að vera réttarríki. Í Finnlandi hafa alþjóðlegir sáttmálar verið virtir út í ystu æsar. Dómur fyrir afbrot er byggður á traustum sönnunum. Játning ákærða nægir ekki...
Lilli lendir aftan á skriðdreka. Þetta er sjálfsmorð. Hann tæmir vélbyssuna ofan í skriðdrekann. Hann stekkur niður og hendir handsprengju inn um opna lúguna. Skriðdrekinn snýst villt og galið og kremur...
Monte Cassino er helgt munstur norðvestan við Napolí. Þjóðverjarnir hafa byggt mikil virki þar. Bardaginn um Monte Cassino vetur og vor ársins 1944 breytist í helvíti fyrir bæði þá sem verjast og þá sem...
Sérsveit úr fangaherdeildinni, íklædd rússneskum einkennisbúningum, tekur fjóra rússneska T-34 skriðdreka haldi. Þetta er njósnaferð fyrir aftan rússnesku víglínurnar í Caucasus. Árið er 1942. Með hverjum...
Eldvörpusveitin hagar sér eins og villigeltir. Eldtungurnar hvæsa úr turnunum og brenna allt sem í vegi þeirra verður. Rauðir fangar streyma úr GPU-fangelsinu. Skothríð dynur á Þjóðverjunum. Rússarnir...
Samkvæmt orðrómum eru þeir fluttir til Varsjár. Heide er alltaf vel upplýstur og segir að þar sé allt í hers höndum. Þjóðverjar flýja af austurvígstöðvunum. Þúsundir fallhlífahermanna frá Bretlandi hafa...
Hitler skortir mannafla svo hann nýtir hvern mann. Liðhlaupar, glæpamenn og pólitískir glæpamenn eru náðaðir og innritaðir. Þeir eru allir settir í refsihersveit og sendir í hinar hættulegustu sendiferðir....
Hermenn 27. Skriðdrekadeildarinnar hörfa. Bandamenn láta sprengjum rigna yfir þýskar borgir og skriðdrekaherdeildin þarf að taka þátt í skelfilegri tiltektinni. Skriðdrekar ryðja sér leið yfir rússneskar...
"Rósa og Júlía ætla að gista heima hjá Möllu. Klara getur ekki farið af því að hún er veik. Hún getur ekki heldur farið út á sleða. Svo þegar henni er batnað er snjórinn farinn. Getur hún núna gist heima...
Þýskur verksmiðjueigandi fær óvæntan arf og skyndilega er allt breytt. Hann uppgötvar ánægjuna í einfaldleika lífsins og finnur á endanum ástina. Við sögu kemur amtmaður, sem er persónugervingur íhaldsseminnar,...
Klukkan 02.50 aðfaranótt laugardagsins 1. ágúst 2003 barst lögreglunni tilkynning um að Sonja, sem var tíu ára, væri horfin frá heimili sínu í bænum Mjels. Hún hafði síðast sést um klukkan 10.00 að morgni...
Fjölskylda nokkur verður fyrir þeim harmi að missa yngsta barnið og einkasoninn. Eldri systur hans tvær og faðir þeirra eru yfirkomin af sorg, en mest líður þó móðirin. Dagana eftir andlát barnsins verður...
Við þorpstjörnina er margskonar menningu að finna. Þar eru endur á sundi, rósir blómstra á runna og gráspörvafjölskylda býr um sig í svöluhreiðri. Allar hafa þessar verur lífsanda í brjóstum sér og upplifa...
Á skrifborði skáldsins takast penninn og blekbyttan á. Ágreiningsefnið er hvort þeirra eigi stærri þátt í sköpun eiganda síns. Blekbyttan stendur á því að öll þau undur sem penninn færi á blaðið séu sótt...
Við götu nokkra stendur gamalt strætisljósker. Það hefur staðið þar alla sína strætisljóskers tíð og þekkir ekkert annað. Nú er hins vegar komið að leiðarlokum því þetta er síðasta kvöld þess í embætti...
Harmþrungin móðir situr yfir sóttarsæng barnsins síns þegar gamlan mann ber að garði. Hún býður honum inn en meðan á heimsókninni stendur rennur henni í brjóst örskots stund. Þegar hún vaknar aftur hefur...
Silfurskildingur nokkur kemur skínandi fagur í heiminn. Hann er hinn kátasti og hlakkar mjög til þess að fara um víða veröld, enda á það fyrir honum að liggja. Framan af ævinni fer hann glaður manna á...
Fjölkunnugur púki smíðar hræðilegan spéspegil, sem hefur þá náttúru, að gera allt það sem gott er og fallegt afskræmt og ljótt. Í ljótum púkaleik brotnar síðan spegillinn og brotin þyrlast um allan heim...
Klukkan 09.10 miðvikudaginn 17. september 2003 sprakk sprengja í svartri Toyota Corolla-bifreið sem var nýfarin út af bifreiðastæði við Amtssjúkrahúsið í Glostrup. Bifreiðin var komin út á götuna sem...
Framhjáhald, hjónaskilnaðir, kynsvall, makamorð. Og allt gerðist þetta í sænskum hvítasunnusöfnuði. Handrit að afþreyingarmyndaflokki í sjónvarpinu hefði varla getað verið magnaðra, furðulegra né ólíklegra....
Aðfaranótt 22. apríl, þann þriðja í páskum, árið 2003, var verðmætaflutningabíll á vegum Securitas rændur við skrifstofu Sparbanken Tanum í Grebbestad og voru fimm grímuklæddir menn að verki. Ránið var...
Puede que no esté disponible para la venta en tu país, sino sólo para la venta desde una cuenta en Francia.
Si la redirección no se produce automáticamente, haz clic en este enlace.