Í þessari fimmtu bók í bókaflokknum Norræn sakamál eru tekin til umfjöllunar þau sakamál sem hafa verið í kastljósinu í sínu landi á undanförnum misserum. Hæst ber án efa morðið á Önnu Lindh utanríkisráðherra Svíþjóðar í september 2003 og rannsóknina sem fylgdi í kjölfar þess. Þetta mál vakti alla Norðurlandabúa til umhugsunar um bæði eigið öryggi og öryggi stjórnmálamanna og þekktra persóna. Í kjölfar rannsóknarinnar beindust sjónir manna að ýmsum málum í samfélaginu svo sem málefnum innflytjenda, málefnum geðsjúkra og vinnubrögðum lögreglunnar.
Frásagnirnar í bókinni eru sextán talsins og þar af fimm íslenskar. Flest málin hafa fengið umfjöllun í fjölmiðlum og ættu því að vera lesendum að einhverju leyti kunn. Frásagnirnar eru að vanda sagðar af lögreglumönnum sem stóðu að rannsókn þeirra.
Í litlu samfélagi, eins og því sem við búum í, getur verið nokkuð vandasamt að fjalla um atburði eins og þá sem jafnan eru til umfjöllunar í þessum bókum. Jafnan er reynt að gera það samkvæmt bestu vitund og með þeim hætti að mál og málsatvik séu þungamiðja hverrar frásagnar en ekki þær persónur sem þar koma við sögu. Rannsóknaraðferðir lögreglunnar eru þau meginatriði sem reynt er að koma til skila í þessum frásögnum og vonandi hefur það tekist þokkalega.
Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
Seguir leyendoexpand_more
Título : Norræn Sakamál 2005
EAN : 9788726522242
Editorial : Saga Egmont International
Fecha de publicación
: 11/2/22
Formato : MP3
Tamaño del archivo : Desconocido
Protección : Aucune
L'audiobook Norræn Sakamál 2005 está en formato MP3
- check_circle
Este audiolibro es compatible para su reproducción en la aplicación Vivlio de iOs y Android.
- highlight_off
Este audiolibro no es compatible con la reproducción en My Vivlio.
- check_circle
Este audiolibro es compatible para leerlo desde tu espacio "mi cuenta".
- check_circle
Este audiolibro es compatible con dispositivos de lectura (Touch HD+ e Inkpad 3 y software versión V6 o posterior)
¿Quieres leer en un eReader de otra marca? Sigue
nuestra guía.
Conectarme
Mi cuenta